Tuesday, November 18, 2008

Umsagnir um sýninguna

Fjölmiðlar

“Ekki veit ég um ykkur en sjálf hef ég upplifað það nokkrum sinnum að hlusta á manneskju segja mér langa sögu – af eigin reynslu eða annarra – af svo mikilli snilld að það varð í senn skáldskapur og leikhús... List söguleikhússins er að segja sögu af einlægni og með ekta sögumannsáherslum. Lokka áheyrandann inn í söguna með engum brögðum öðrum en töfrum raddar sinnar. Þetta tókst Þrúði með miklum ágætum... Það var merkilegt að finna úti í sal hvernig hjarta manns fór að slá hraðar og þyngra af samúð með þessari einmana stúlku...sýningin snart mann djúpt – og minnti raunar á eina eftirminnilegustu sýningu undanfarinna ára, Dýrlingagengið sem Viðar Eggertsson setti upp í Hafnarhúsinu á vegum EGG-leikhússins fyrir einum sex árum.”
- Silja Aðalsteinsdóttir, Tímarit Máls og Menningar

“...Hrósa ber þeim sem hafa starfað að umgerðinni, ljósum en þó alveg sérstaklega leikhljóðum og tónlistareffektum sem mynduðu einkar fallegt samspil við leikinn... texti Þórdísar Elvu er vel unninn, persónulýsingarnar áhugaverðar... Hún er tívmælalaust komin í hóp þeirra leikskálda sem stóru leikhúsin eiga að hlúa að...”
- Jón Viðar Jónsson, DV

“Þórdís Elva hefur áður sýnt að hún hefur burði til þess að takast á við þetta form af alvöru og það mun hún án efa gera í framtíðinni...”
- Þorgerður E. Sigurðardóttir, Víðsjá

Ýmsir:

“Skemmtilegar sögur, flott flétta og frábærir leikarar! Takk aftur fyrir mig.”
- Þorbjörg Sæmundsdóttir

“Einstaklega vel heppnuð frumsýning á Dansaðu við mig í Iðnó í kvöld. Frábær texti eftir Þórdísi. Flutningurinn var þannig að aldrei slaknaði á. Hvet alla til þess að mæta.”
- Sigtryggur Ari Jóhannsson

“Frábært leikrit, flott flétta og Þrúður og Höski léku bæði ferlega vel. Mæli svo sannarlega með Dansaðu við mig. Til hamingju!”
- Linda Vilhjálmsdóttir

“Allir í Iðnó!”
- Aino Freyja Järvelä, formaður Sjálfstæðu Leikhúsanna

No comments: